Til baka á heimasíðu

http://njardvik.ismennt.is/akstur.html
Gylfi Guðmundsson
Kynning  Verkefni| Bjargir  | Ferli | MatNiðurstaða

Kynning
Það er ekki langt þangað til þú nærð aldri til að hafa réttindi til að læra á bíl. Þú getur lesið um  hvenær þú færð þann rétt á þessum vef.   Við ætlum að skoða þetta aðeins og sérstaklega ýmsar reglur sem gilda um akstur og ökupróf. Við ætlum einnig að skoða umferðarlög og umferðarmerki. Við munum e.t.v. athuga eitthvað fleira sem tengist akstri og ökunámi, t.d. heimasíður sem tengjast efninu.

1. verkefni
 • Þú þarft að hafa hjá þér blað eða stílabók
 • þú þarft að punkta hjá þér svör
 • fara að lokum inn í Word og..
 • svara spurningunum
 • Bjargir Lestu hér um hvenær þú færð rétt til að hefja ökunám! Skoðaðu  einnig það sem kallað er   Æfingaakstur. Sjáðu einnig það sem kallað er  Próflýsing v/fólksbíla.  Lög um umferð, umferðarlög eru sett á  Alþingi. Það eru  alþingismenn  sem setja lög, samþykkja þau. Þegar forseti Íslands er búinn að samþykkja lögin og búið er að auglýsa þau, taka þau gildi og við erum skyldug að fara eftir þeim. Umferðarráð hefur gert ágæta heimasíðu á Internetinu. Þú finnur hana með því að smella á  Umferðarráð . Lestu það sem þar stendur en farðu svo inn á Torgið. Finndu það sem stendur um "Umferðarfræðslu í grunnskólum." Kíktu einnig í  Efnisyfirlit hjá Umferðarráði. Þar sérðu m.a. Fréttir. Lestu það sem þar stendur. Finndu einnig umferðarmerkin á síðu Umferðarráðs. Þú veist að þú þarft að kunna þau utanað! Kanntu þau? Veistu hver er æðsti yfirmaður umferðarmála í landinu? Sjáðu  hérna! En hvað heitir hann og hvað heitir starfið sem hann gegnir? Hver er æðsti yfirmaður, sýslumaður, umferðarmála í Reykjanesbæ?

  Mundu: Bifreið er ekki leikfang. Sá sem ekur bifreið verður að sýna ábyrgð í umferðinni. Því miður er það svo að ungt fólk, 17-20 ára lendir oftast í slysum. Hjá þeim aldursflokki eru dauðaslysin flest. Sjáðu upplýsingar um það hér.

  Ferli Eins og þú sérð eru hér heilmiklar upplýsingar ef þú skoðar tengingarnar sem ég er búinn að setja hér inn. Nú er komið að því að vinna úr þessum upplýsingum. Ég ætla að skipta ykkur upp í hópa og síðan förum við að vinna úr spurningum.  Þið eigið að svara þeim og skrifa svör í Word. Munið að skrifa nöfnin ykkar á blöðin.

  Mat Þið þurfið að svara öllum spurningum eftir bestu getu. Þetta er svona lítið próf og þið fáið einkunn fyrir. Þú átt að finna öll svör í þeim tengingum sem ég er búinn að setja hér inn. Lestu líka kafla 3 og 4 í kennslubókinni. Þar eru einnig svör við spurningum. Gangi þér vel!

  Niðurstaða Ég vona að þið hafið haft gagn af þessari skoðun á vefnum. Á honum eru ótal möguleikar til að finna efni sem hentar til náms í Umferðarfræðslu. Ef þú vilt fræðast um ökukennslu og ökunám getur þú t.d. farið inn á   Aðalökuskólann.  Ökuskólinn  Aðalbrauter hér líka! Hér er einnig Ökuskóli Einars.  Svo getur líka verið gaman að skoða heimasíðu  Sniglanna . Þú þekkir þá, er það ekki? Hér getur þú líka skoðað Vélhjólaíþróttaklúbbinn Vík .

  Hefur þú heyrt um margmiðlunardiskinn í Umferðarfræðslu sem  Sjóvá-Almennar gáfu út? Hann er mjög góður. Þú getur náð honum í gegnum heimasíðu Umferðarráðs. Gangi þér vel! Er þetta ekki orðið nóg í bili? Ég bæti svo einhverju fleiru við seinna.


  Verkefnið er eftir Gylfa Guðmundsson
  ökukennara og skólastjóra Njarðvíkurskóla